Lögmannsstofan var stofnuð haustið 2001 og var stofnandi hennar Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M. Markmið lögmannsstofunnar var í upphafi að bjóða upp á faglega og persónulega lögfræðiþjónustu, með áherslu á skattarétt. Í upphafi var aðsetur lögmannsstofunnar í Nýherjahúsinu, en í desember 2003 var starfsemin flutt í starfsstöð Lögfræðiþjónustunnar á 2. hæð í Húsi verslunarinnar. Var þá gengið til samstarfs við fjóra hæstaréttarlögmenn, þau Ásdísi Rafnar hrl., Ingólf Hjartarson hrl., Kristján Ólafsson hrl. og Sigurð Sigurjónsson hrl. Sumarið 2006 var aðstaðan seld Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og samstarfi Lögfræðiþjónustunnar slitið að svo stöddu. Flutti þá lögmannsstofan að Engjateig 9, Reykjavík, og hefur verið starfrækt eftirleiðis undir heitinu ,,Lexista ehf.”. Í september 2009 flutti Lexista ehf. upp á 6. hæð í Hjartverndarhúsinu að Holtasmára 1, Kópavogi. Núna er Lexista ehf. með opna lögmannsstofu í glæsilegri aðstöðu hjá Cato lögmönnum á 16. hæð í Katrínartúni 2, Reykjavík.
Þau gildi, sem starfsemin er einkum byggð á, eru fagmennska, traust, metnaður og öguð vinnubrögð. Mikil áhersla er lögð á persónuleg tengsl við skjólstæðinga stofunnar því það er besta leiðin til að byggja upp gagnkvæmt traust. Þjónusta Lexistu ehf. hentar mjög vel þeim, sem þurfa á áreiðanlegri og sveigjanlegri þjónustu að halda og vilja mæta persónulegu viðmóti.
Meðal viðskiptavina hafa verið einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki á sviði fjármála, tölvu- og upplýsingatækni, hjúkrunar, verktakastarfsemi o.fl. Auk þess hefur kennsla og fyrirlestrar verið veigamikill þáttur í starfsemi Lexistu ehf.