Námskeið í uppbyggingu, lestri og greiningu á ársreikningum verður haldið haustið 2010.
Uppbygging námskeiðsins skiptist í tvennt:
1. Ársreikningar fyrirtækja og endurskoðun
Í reikningsskilum fyrirtækja má finna gagnlegar upplýsingar um fjárhagslegan styrkleika þeirra, greiðsluhæfi, skuldsetningu, rekstrarárangur og hæfi fyrirtækis til þess að greiða arð af eiginfjárframlögum. Farið verður yfir uppbyggingu ársreikninga, hvernig lesa á upplýsingar út úr framsettum tölum, þýðingu þeirra við verðmat og helstu ,,kennitölur“.
Sum fyrirtæki eru skyldug til að láta endurskoða ársreikninga sína. Farið verður yfir helstu reglur þar að lútandi.
2. Helstu aðferðir við verðmat fyrirtækja
Þessi hluti er jafnframt kenndur af hálfu gestafyrirlesara. Fjallað verður m.a. um sjóðstreymisaðferðina, EBITDA og kennitölusamanburð og mismun á verðmati skráðra fyrirtækja á markaði og óskráðra.
Verð á námskeiðið er 20.000 kr. og greiðist við upphaf námskeiðsins.