Námskeiðið "Viltu stofna fyrirtæki?" verður haldið þriðjudagana 18. og 25. september og 2. október 2018. Námskeiðið verður frá kl. 16:10–19, í Háskóla Íslands, stofu 206 í Odda, Sturlugötu 3, 101 Reykjavík.
Lexista býður upp á ráðgjöf fyrir þá, sem ætla að stofna fyrirtæki, með tilliti til félagaforma, skattskyldu, ábyrgðar, bókhaldsskyldu og úttektar úr félaginu. Jafnframt er rekstrarmönnum boðið upp á aðstoð við reikningshald og skattskil hjá löggiltum endurskoðanda.
Nauðsynlegt er fyrir rekstrarmenn að hafa grunnþekkingu á skattarétti. Í þessu skyni hefur undanfarin ár verið í boði námskeiðið ,,Viltu stofna fyrirtæki?". Námskeiðið er öllum opið og ekki eru gerðar kröfur um ákveðinn bakgrunn þátttakenda. Á námskeiðinu fá þátttakendur afhenta möppu með Power Point glærum og fleira efni, handhægt rit með staðtölum skatta og hagnýtum upplýsingum.
Á námskeiðunum er alltaf boðið upp á léttar veitingar í hléi.
Ef þátttakandi kemst ekki á öll þrjú skiptin á sínu námskeiði getur hann sótt þá hluta, sem hann missir af, á öðru námskeiði.
Námskeiðsgjald er 45.000 kr. og greiðist við skráningu, annað hvort með reiðufé eða inn á reikning lögmannsstofunnar nr. 0313-26-313100, kt. 470606-0100. Hvorki er tekið á móti debet- né kreditkortum.
Þeir sem vilja vera með á póstlista yfir næstu námskeið, geta sent beiðni þess efnis á netfangið lexista@lexista.is
I. Félagaform
Farið yfir helstu félagaform með áherslu á einkahlutafélög. Skattlagning fyrirtækja. Úttektir úr félögum og arðgreiðslur.
II. Skattaleg sjónarmið
Frádráttarbær rekstrarkostnaður samkvæmt lögum um tekjuskatt.
III. Ábyrgð stjórnenda og fjármálastjórnun
Ábyrgð stjórnenda, einkum í einkahlutafélögum og hlutafélögum. Ábyrgð rekstraraðila á vörslusköttum. Útgáfa reikninga og tekjuskráning. Innheimtuferli útistandandi krafna, hvernig á að bregðast við ósanngjörnum reikningum. Upplýsingaöflun og heimildaleit. Raunhæf verkefni.
Áhersla er lögð á að hafa námskeiðið á léttum nótum og að draga fram sem flest hagnýt atriði varðandi það hvernig eigi að bera sig að við stofnun fyrirtækis.
I. Markmið námskeiðsins
Að þátttakendur geti tekið upplýsta ákvörðun um hvaða félagaform henti rekstri þeirra, þekki skattskyldu mismunandi félagaforma og frádráttarbæran rekstrarkostnað, geri sér grein fyrir ábyrgð stjórnenda og þekki kosti og galla mismunandi leiða við fjármögnun fyrirtækja. Jafnframt eiga þátttakendur að geta aflað sér frekari upplýsinga um rekstur og þekki til helstu stofnana, sem aðstoða fólk í fyrirtækjarekstri.
II. Hvar er námskeiðið haldið?
Námskeiðið verður haldið næst í Háskóla Íslands – stofu 206 í Odda, Sturlugötu 3, 101 Reykjavík.
Námskeiðsdagar eru þriðjudagarnir 18. og 25. september og 2. október 2018, kl. 16:10 – 19.
Til að koma til móts við fólk utan að landi er í boði að taka allt námskeiðið á einum degi ef a.m.k. 5 þátttakendur óska eftir því.
Komist þátttakandi ekki á öll þrjú skiptin á sínu námskeiði er honum heimilt að sækja þann hluta, sem hann missir af, þegar námskeiðið verður haldið næst.
III. Fyrirkomulag á kennslu
Kennslan er í formi fyrirlestra, sem studdir eru Power Point glærum. Þátttakendur fá afhenta möppu með glærunum og öðru efni, s.s. lista yfir viðeigandi lög og reglugerðir, og gátlista. Þátttakendur eru hvattir til að spyrja spurninga og taka þátt í umræðum. Auk þess er lagt raunhæft verkefni fyrir þátttakendur. Mikil áhersla er lögð á að hafa námskeiðið hnitmiðað og skemmtilegt með líflegum umræðum. Íslenskir og erlendir dómar eru reifaðir auk þess sem farið er yfir marga úrskurði yfirskattanefndar, einkum í tengslum við frádráttarbæran rekstrarkostnað.
Í boði er að halda lokuð námskeið fyrir hópa.
IV. Fjöldi þátttakenda, verð o.fl.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 20 þátttakendur. Lágmarksfjöldi er 5 manns. Verði er stillt í hóf og er 45.000 kr. Ýmis félagasamtök styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu, t.d. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Vanalega nemur styrkurinn helming námskeiðsfjárhæðar og stundum 75% ef námskeiðið tengist starfi þátttakandans með beinum hætti.
V. Skráning
Skráning fer fram með tölvupósti á netfangið alb@lexista.is Þátttakendur geta einnig hringt og skráð sig símleiðis í síma 894-6090. Við skráningu þarf að gefa upp nafn, kt., heimili, netfang og símanúmer. Auk þess er beðið um starfsheiti til þess að hafa upplýsingar um bakgrunn þátttakenda. Ef reikningur fyrir námskeiðsgjaldinu á að stílast á annan en þátttakanda þarf að gefa upp nafn, kennitölu og heimilisfang þess aðila.