Þetta námskeið er ætlað nemendum af ,,Viltu stofna fyrirtæki?” námskeiðinu sem sjálfstætt framhaldsnámskeið. Á námskeiðinu eru leyst raunhæf verkefni og ýmsar lögfræðiþrautir um þau viðfangsefni, sem geta komið upp í rekstri fyrirtækja. Þar reynir á reglur um frádráttarbæran rekstrarkostnað, kjarasamninga og starfsmannamál, stjórnsýslurétt og réttarstöðu í samskiptum við hið opinbera, innheimtur, kröfurétt, hluthafasamninga, ábyrgð stjórnar, lög um einkahlutafélög og ótal margt annað.
Námskeiðið er í 2 klst. í senn og byggir eingöngu á raunhæfum verkefnum og umræðum. Þetta námskeið verður tvo miðvikudagsmorgna á mánuði í vetur og geta þátttakendur valið sér skipti eftir verkefnum, sem nýtast þeim.
Hámarksfjöldi er 7 þátttakendur í hvert sinn og er lágmarksfjöldi skipta 3.